Þrýstingurinn - 3. þáttur - Dagbók- serían e. Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“ Eva - Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins? Dagbókarserían eftir Kolbrúnu Aðalsteins kom út á árunum 1989 til 1991 og segir frá Kötu, sem er heimsins bestlaunaði unglingur tíunda áratugarins og framtíðarstjarna allra Rauðu-seríubóka. Spænskir fótboltamenn, öfundsjúk tálkvendi, Kendúkkupabbar, furðulega kynferðislegir hittingar á baðherbergjum, vodki í appelsínum - og auðvitað Mözdur - koma við sögu í seríu sem veit ekki alveg hvað hún á að vera. En við vitum allavega að til að stunda kynlíf er eins gott að vera með mikið af kertum...