Þrýstingurinn - 2. þáttur - Nótt í borginni e. Helga Jónsson
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Catégories:
„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“ Eva - Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins? Geðsjúkdómar, kynferðisofbeldi, materíalistísk hugsun, furðuleg áhersla á mat, Sódóma Reykjavík og allir fullir? Já, þú giskaðir rétt, það er kominn tími til að pæla í „Nótt í borginni.“ eftir Helga Jónsson. Rut er kynferðislega aðlaðandi stúlka sem lendir í klónum á brjálæðingi á Mözdu, á meðan að aðrar persónur detta í það með mömmu sinni og pabba til að fagna 17 ára afmælinu hennar. Bara venjulegt föstudagskvöld....