Ræmurýmið - Svarti skafrenningurinn

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar

Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.  Mynd októbermánaðar er engin önnur en Svarti skafrenningurinn sem má með sanni kalla fyrstu íslensku ofurhetjumyndina.  Ungi sauðfjárbóndinn Kormákur öðlast ofurkrafta fyrir tilstilli lýsisfulls hrúts, - sem betur fer! Reykjavík er föst í klóm viðurstyggilega glæpahringja og ofurþrjóta sem svífast einskis, og lögreglan stendur á gati. Aðeins einn maður getur staðið gegn yfirvofandi heimsyfirráðum illskunnar.   Hann er virðing. Hann er réttlæti. Hann er…   Svarti Skafrenningurinn.