Ræmurýmið - Die Hard - Jólamynd eða Bruce Willis mynd?
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Un podcast de Bókasafn Hafnarfjarðar
Catégories:
Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar. Er Die Hard Jólamynd? Skiptar skoðanir eru um þessa hjartnæmu sögu um mann sem leggur allr í sölurnar til að sameina fjölskylduna sína á jólum, - með tilheyrandi sprengingum, vélbyssunotkun, og falli frá háum stöðum. Fyrir viðburðinn er tilvalið að hlusta á Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar, en Gunhildur Ægisdóttir tekur stutta krufningu á þessari klassík sem hóf kvikmyndaseríuna um John McCain, breytti Bruce Willis úr hjartaknúsara í harðjaxl, og opinberaði guðsgjöfina sem er Alan Rickman fyrir heiminum. "If This Is Their Idea Of Christmas, I Gotta Be Here For New Year's."