#9 Bónusþáttur: Kynjabreytan sem þarf að ræða
Hjallastefnan heima - Un podcast de Hjallastefnan
Catégories:
„Á meðan fólk viðurkennir ekki mikilvægi kynjabreytunnar, að hún sé grundvallaratriði fyrir börn þá gerist ekki neitt,“ segir vinkona þáttarins og höfundur Hjallastefnunnar Margrét Pála Ólafsdóttir. Í þessum mikilvæga þætti ræðum við hvernig börn upplifa kyn og kynhlutverk sitt frá fæðingu. Einnig um þau börn með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Þegar komið er á skólastig hefst kynjaspeglunin svokallaða, þegar stúlkna- og drengjahópar sjá hegðun hvors annars og „af-læra“ hana. Við ræðum hvernig má stíga inn í þessar aðstæður og kenna samvinnu, virðingu og kærleik. „Á meðan við sjáum þessa ólíku hegðun kynjanna og fáum ólíkar niðurstöður í hendurnar á borð við námsárangur drengja og sjálfsmynd stúlkna þá er argað á okkur: hvað ætlum við að gera?“ Eiga þá allir skólar að innleiða Hjallastefnuna? „Vitaskuld ekki,“ svara Magga Pála „Finnum eins fjölbreyttar leiðir og hægt er, en allir verða að ávarpa kynjabreytuna á einhvern hátt. “