#4 Drengir og lestur, stúlkur og stærðfræði

Hjallastefnan heima - Un podcast de Hjallastefnan

Kynjaskipting, opinn efniviður, engar frímínútur, ekkert heimanám, hreyfifrelsi um kennslustofuna og lestur í náttúrunni. Eru þessar kennsluaðferðir Hjallastefnunnar að virka? Vinkona þáttarins, Hildur Sæbjörg, er skólastýra Barnaskólans í Hafnarfirði og ræðir óhefðbundnar leiðir Hjallastefnunnar og ávinninginn af þeim. Barnaskólinn hefur náð frábærum árangri í lestri en hún segir lykilinn að mæta ólíkum þörfum einstaklinga og kynja. Hún veitir foreldrum góð ráð hvernig megi hugsa út fyrir boxið og virkja áhuga barnanna okkar en gæðastundir fjölskyldunnar skila sér best inn í kennslustofuna.