#3 Tónlist og söngur á tímum síbylju
Hjallastefnan heima - Un podcast de Hjallastefnan
Catégories:
Við lifum á tímum stöðugar síbylju: sjónvarpið, útvarpið, síminn og skjátölvan skapa áreiti og bakgrunnshávaða fyrir okkur og börnin okkar. Í þessum þætti ræðum við mikilvægi meðvitundar um hljóðheim barnsins - og athugið að þögn er líka hljóð! Tónlist og söngur geta nýst sem málörvun og þá skiptir máli hvernig tónlist við spilum, hvenær, þáttaka okkar og meðvitund um tilganginn sem hún þjónar. Söngur er í hávegum hafður í öllum Hjallastefnuskólum. Fjölbreytt tónlist er einnnig í fyrirrúmi og mun gestur þáttarins, kæri vinur Ari Halfdán Aðalgeirsson, kynna okkur fyrir töfrum tónlistarinnar í barnastarfi og hvernig hún getur nýst heima fyrir.