56 | Átökin í Tigray, yfirgefin Palestína og var Maradona guðlegur?

Heimskviður - Un podcast de RÚV - Les samedis

Í Heimskviðum í dag er fjallað um hálfguðinn Diego Armando Maradona, sem lést í vikunni, um framtíðarhorfur í Palestínu og átök í Tigray héraði í Eþíópíu. Einn dáðasti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona, lést á miðvikudag, sextugur að aldri. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um skrautlegan æviferil Maradona með aðstoð Helga Hrafns Guðmundssonar, sagnfræðings, sem bjó lengi í Argentínu og þekkir vel þann stall sem Maradona var á hjá þjóð sinni. Átök hafa nú geisað í Tigray héraði í Eþíópíu í þrjár vikur. Hundruð hafa látist, í það minnsta, og tugþúsundir flúiðheimili sín. Forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir að binda endi á stríð en nú, innan við ári síðar, á hann í stríði innan eigin ríkis. Ef átökin dragast á langinn eða breiðast út er voðinn vís í Austur-Afríku. Þórunn Elísabet Bogadóttir fjallar um málið. Áratugum saman hafa Palestínumenn barist fyrir sjálfstæði sínu. Þeim hefur orðið lítið ágengt og í valdatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist draumurinn um sjálfstætt ríki jafnvel orðinn fjarlægri. Eru Palestínumenn orðnir einir í baráttunni? Er tveggja ríkja lausn úr myndinni? Ólöf Ragnarsdóttir reynir að svara þessum spurningum og fleirum með aðstoð Honeidu Ghanim, fræðikonu frá Ramallah sem segir að Palestínumenn verði að halda í vonina, það sé ekki valkostur að gefast upp. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.