27 | Julian Assange, átök á Indlandi og ógnir á Norður-Atlantshafi
Heimskviður - Un podcast de RÚV - Les samedis
Catégories:
Í tuttugasta og sjöunda þætti Heimskviðna er fjallað um Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur honum. Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hranfsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum. Guðmundur Björn fjallar um málið. Mannskæðar óeirðir hafa verið í Delí, höfuðborg Indlands, undanfarnar vikur vegna nýrra laga sem gera ólöglegum innflytjendum kleift að fá ríkisborgararétt - ef þeir eru ekki múslimar. Þeir hafa lengi verið jaðarsettir í landinu. Lagasetningin tengist líka sögulegum flótta múslima frá nágrannaríkjunum og baráttu núverandi stjórnvalda til að halda löndum. Hallgrímur Indriðason skoðar málið nánar. Norður Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þetta var ein höfuðástæða viðveru bandaríska flotans á Íslandi. Bogi Ágústsson ræddi við bandaríska flota- og herfræðinginn Magnus Nordenman um breytta ógn á Norður-Atlantshafinu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.