192 - Líbanon og stríð Rússlands eða Pútíns
Heimskviður - Un podcast de RÚV - Les samedis
Catégories:
Heimskviður verða helgaðar stríðsátökum í dag. Við fjöllum um átök Ísraels og Hezbollah sem stigmagnast með hverjum deginum. Ísraelsher gerði árásir á höfuðstöðvar Hezbollah í Beirút í gær og segjast undirbúa innrás. Hezbollah ætlar að svara þessum árásum og ljóst að átökin eiga eftir að harðna en óvíst hvort allsherjarstríð brjótist út. Íbúar eru mjög áhyggjufullir og farnir að undirbúa það að flýja komi til átaka. Við ræðum við Veru Knútsdóttir, sérfræðing í öryggis og varnarmálum, og hennar mann Seerwan Shawqi, en bæði hafa bæði búið og starfað í Beirút í Líbanon. Seerwan segir að Hezbollah muni berjast áfram því baráttan sé ástæðan fyrir þeirra tilveru. Þeir hafi undirbúið sig vel og bíði eftir innrás Ísraelshers, þá svari þeir af fullum krafti. Rúm tvö og hálft ár eru liðin síðan Rússlandsher hóf allsherjarinnrás í Úkraínu. Það er viðbúið að margar bækur verði gefnar út um innrásina, enda margir sem lýsa stöðunni í Úkraínu sem mestu hörmungum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld. Rússneski sagnfræðiprófessorinn Sergei Medvedev er þegar búinn að senda frá sér bók sem á ensku kallast A War Made in Russia. Þar skoðar hann aðdraganda innrásarinnar með augum sagnfræðinnar. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort allsherjarinnrás í Úkraínu sé stríð Pútíns - eða hvort réttara sé að kalla hana stríð Rússlands. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sagnfræðinginn á dögunum um þessar stóru spurningar, um kalasnikoff-riffla, sem hann segir táknmynd Rússlands samtímans - og um hvernig það er að vera útlægur - en í heimalandinu er Medvedev skilgreindur sem erlendur erindreki. Hann yfirgaf Rússland í mars 2022 og sér ekki fyrir sér að snúa aftur.