174 - Stríð vegna vatns og hvarf flugvélar Malaysian Airlines

Heimskviður - Un podcast de RÚV - Les samedis

Öldum saman hafa stríð verið háð vegna auðlinda og hver er ein dýrmætasta auðlind veraldar? Það er vatnið. Það þrifist ekki líf á plánetunni jörð án þess. Staðbundin átök, skærur eða deilur milli hópa vegna vatns eru algeng en ekki hefur enn brotist út stríð milli ríkja eingöngu vegna vatns. Gæti það gerst í náinni framtíð? Ólöf Ragnarsdóttir reynir að svara því. Í næstu viku verða tíu ár liðin frá því að flugvél Malaysian Airlines hvarf af ratsjám á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Og hún hvarf ekki bara af ratsjám, lítið sem ekkert hefur fundist af vélinni síðan og ófáar kenningar um hvað þarna gerðist. Birta kafaði ofan í þessa dularfullu sögu.