Bretland: Boðað til kosninga og enn af póstskandal
Heimsglugginn - Un podcast de RÚV - Les jeudis
Catégories:
Hundblautur í hellirigningu fyrir utan Downing-stræti 10 boðaði Rishi Sunak forsætisráðherra til nýrra þingkosninga í Bretlandi 4. júlí. Fram að tilkynningu Sunaks höfðu breskir miðlar verið undirlagðir af vitnisburði Paulu Vennells, fyrrverandi forstjóra póstsins. Rannsóknarnefnd kannar það sem kallað hefur verið stærsta réttarfarshneyksli í sögu landsins þegar tæplega eitt þúsund útibússtjórar í pósthúsum voru sóttir til saka fyrir skjalafals og þjófnað og á áttunda hundrað voru sakfelldir. Næstum öll voru saklaus. Sökudólgurinn var Horizon, gallað bókhaldskerfi sem Fujitsu bjó til fyrir breska póstinn. Ný gögn benda til þess að Vennells hafi vitað um gallana í bókhaldskerfinu og að málsóknir væru vafasamar þegar hún fullyrti í þingnefnd 2015 að ekkert væri athugavert við tölvukerfið eða málareksturinn gegn útibússtjórunum.