2. þáttur - Vonbrigði á hafnarbakkanum

Heiðin - Un podcast de RÚV

Tugir sentimetra af jafnföllnum snjó höfðu bæst á Steingrímsfjarðarheiði sem gerðu björgunarsveitum og lögreglu erfitt fyrir við leit. Beita þurfti sömu aðferðum og í snjóflóðaleit. Á meðan hófu sögusagnir um hvarfið að grassera á meðal fjölskyldu og vina í Reykjavík en fá svör fengust við þeim spurningum sem uppi voru um hvarfið, tildrög ferðalagsins og hvað hefði farið úrskeiðis.