Stafrænir hirðingjar og hamingjan
Hádegið - Un podcast de RÚV
Catégories:
Á síðustu árum hefur það færst í aukanna að fólk, sem hefur tök á því, sinni vinni sinnu heiman frá, úti á kaffihúsi, nú eða bara hvar sem er. Vopnuð fartölvu og fjarfundarbúnaði eru svokölluðum stafrænum flökkörum, eða hirðingjum, sem er tilraun til þýðingar á fyrirbærinu ?digital nomands,? allir vegir færir. Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins og þáttastjórnandi UT hlaðvarps Ský ræðir við okkur um þessa nýju stétt fólks. Í síðari hluta þáttarins ætlum við að ræða um hamingjuhugtakið. Katrín Ásmundsdóttir ræðir við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra lýðheilsu hjá embætti landlæknis, hvar hamingjuna sé að finna og hvernig hægt sé að halda í hana. Hversu hamingjusöm erum við hér á landi? Og hvaða áhrif hefur heimsfaraldur haft á gleði og ánægju almennings? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.