Maður fær hjarta úr svíni og framtíð ferðaþjónustunnar
Hádegið - Un podcast de RÚV
Catégories:
Bandaríkjamaður á sextugsaldri varð fyrir helgi fyrsti líffæraþeginn til að fá grætt í sig hjarta úr erfðabreyttu svíni. Þremur dögum eftir aðgerðina vegnar honum vel að sögn lækna við sjúkrahús Maryland-háskóla í Bandaríkjunum í dag. Of snemmt er að segja til um hvort aðgerðin hafi heppnast vel að þeirra sögn. Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir víða. Heilu samfélögin liggja nú hálfpartinn niðri í kjölfar omikron afbrigðisins svokallaða, og hér á landi eru þúsundir í eingangrun eða sóttkví. Um tíma lágu meira og minna allar flugsamgöngur niðri og túrismi í algjöru lágmarki. Ferðamenn hafa verið ein helsta tekjulind íslensku þjóðarinnar síðustu ár og því ljóst áhrif kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna hefur höggið stórt skarð í þjóðarbúið. En engu að síður hafa ferðamenn gert sér ferð til Íslands, sumir er hér meira að segja ennþá. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lítur við í síðari hluta þáttarins og ræðir áhrif veirunnar á ferðaþjónustuna, og horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.