Norman Lewis 5

Frjálsar hendur - Un podcast de RÚV - Les lundis

Á árinu 2023 las umsjónarmaður Frjálsra handa í nokkrum þáttum úr stórmerkilegum endurminningum bresks dáta sem var í herliði því sem tók Napólí úr höndum þýskra nasista og ítalskra fasista haustið 1943. Frásögnin er óvenju hreinskilin og einlæg um vandamálin sem við blöstu í hinni hernumdu borg, og hér verður enn gluggað í bókina og sagt frá því hvernig bresku hernámsyfirvöldin reyndu að finna sér leið um margflókið ítalskt samfélag, gegnsýrt af fasisma og mafíustarfsemi.