Manngerðir Canettis 1

Frjálsar hendur - Un podcast de RÚV - Les lundis

Nóbelshöfundurinn Elias Canetti lagði gjörva hönd á margt um dagana, skrifaði skáldsögu, æviminningar og fræðirit um manngrúa og vald. En hann skrifaði líka bráðskemmtilega litla þætti, þar sem hann gekk í smiðju hins gríska Þeófrastosar og skrifaði kátlegar en þó um leið skarpar lýsing á ótal manngerðum sem hann taldi sig sjá í kringum sig. Bráðskemmtileg skrif og beitt.