Kravténko, sældarlíf yfirstéttarinnar
Frjálsar hendur - Un podcast de RÚV - Les lundis

Catégories:
Síðast þegar umsjónarmaður skildi við Úkraínumanninn Viktor Kravténko var hann í þann veginn að útskrifaðst sem verkfræðingur en í kjölfar morðsins á Kirov 1934 fer skuggi hreinsana Stalíns að færast yfir Sovétríkin. Heppilegt sjálfsmorð kunningja hans kemur í veg fyrir að grunur falli á hann um andstöðu við yfirvöldin og Kravténko verður yfirmaður í nýrri verksmiðju í Úkraínu. Hann lifir sældarlífi sem einn úr nýrri yfirstétt, en verkafólkið lepur dauðann úr skel í sæluríki kommúnismans. En þá kemur óvænt persóna til sögu og fer að „snuðra" um hlutskipti verkafólksins. Umsjón: Illugi Jökulsson.