Bréf til Láru 1

Frjálsar hendur - Un podcast de RÚV - Les lundis

Á árinu 2024 eru 100 ár liðin frá því að út kom ein áhrifamesta bók 20. aldar, Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, þar sem hann fjallar um ævi sína, lífskoðanir, andleg málefni, pólitík og margt fleira, og af þvílíkri stílsnilld og hugkvæmni að annað eins hafði vart áður sést. Í þættinum verður sagt nokkuð frá bókinni en aðallega fær litríkur, flæðandi texti Þórbergs að njóta sín í fjörlegum frásögnum.