Útvarpsþátturinn - Hugaðir Blikar og ÍBV gleður Eyjamenn eftir áfallið
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 24. júlí. Rætt um Sambandsdeildarleiki FH, Vals og Breiðablik. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, segir frá ferðinni til Vínarborgar og leiknum sjálfum á fimmtudaginn. Farið er yfir gang mála í Lengjudeildinni og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, er á línunni. Eyjamenn fá ekki þjóðhátíð þetta árið, allavega ekki á hefðbundnum tíma, en leikmenn ÍBV ætla að sjá um að gleðja heimamenn. Hitað er upp fyrir komandi umferð í Pepsi Max-deildinni og rætt um tíðindin frá Old Trafford. Við hverju má búast frá Jadon Sancho?