Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Keito Nakamura (2000) en þetta er japanskur landsliðsmaður sem er mikið líkt við samlanda sinn Kaoru Mitoma en þeir eru báðir teknískir kantmenn . Fjallað er um Yankuba Minteh (2004) en hann var keyptur í sumar til Newcastle og lánaður til Feyenoord, virkilega spennandi kantmaður sem er fæddur í Gambíu. Bilal El Khannous (2004) er einnig kynntur til leiks en hann var einn yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Katar en þessi efnilegi miðjumaður byrjaði þriðja sætis leikinn gegn Króatíu en hann hefur verið að gera frábæra hluti með Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Hringt er til Belgíu þar sem að Stefán Ingi Sigurðarson er á línunni en Stefán var auðvitað seldur frá Breiðabliki í sumar og leikur í belgísku B-deildinni. Farið var um víðan völl í þessu símtali, allt frá Breiðabliki, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo margt margt fleira.