Ungstirnin - Íslandsvinur og ungir Framarar bjarga hlutunum

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Carlos Forbs (2004) sem seldur var til Ajax í sumar frá Man City eftir ótrúleg ár í akademíu þeirra bláklæddu. Fjallað er um Desire Doue (2005) en hann er næsta stórstjarna Rennes í frönsku úrvalsdeildinni líkt og Eduardo Camavinga var á sínum tíma. Viktor Djukanovic, Íslandsvinur (2004) er einnig kynntur til leiks en hann spilaði gegn Breiðabliki árið 2022 með Buducnost frá Svartfjallalandi, Óskar Hrafn þjálfari Blika minntist einmitt á að hann væri besti leikmaður liðsins fyrir einvígið en Djukanovic er að gera ótrúlega hluti fyrir Hammarby í Svíþjóð þessa dagana í sænsku úrvalsdeildinni. Mikið var um að ræða í Skandinavíuhorninu góða, ungir Framarar að gera geggjaða hluti, Benóný Breki með hnífana á lofti, Hákon Arnar mun fá tíma til að láta ljós sitt skína hjá Lille og hversu nettur er Bjarki Steinn í Venezia? Og svo margt margt fleira.