Svava kom djúpt úr frystinum og stóð uppi sem tvöfaldur meistari
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Svava Rós Guðmundsdóttir hefur átt viðburðaríkt ár, hún skipti um félag í upphafi árs, vann tvo titla með Brann í Noregi og fór með landsliðinu á EM í sumar. Seinni hluta síðasta árs var Svava ekki á góðum stað, föst í liði þar sem þjálfarinn ætlaði sér ekki að spila henni. Svava ræðir tímann hjá Bordeaux; síðustu mánuðina, viðskilnaðinn og skiptin í Brann, tímann sinn í Noregi til þessa, fagnið sitt á móti Rosengård, titlana tvo, úrslitakeppnina í Noregi, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, Natöshu Anasi, EM í sumar, leikina gegn Hollandi og Portúgal og ýmislegt annað.