Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
18. umferð Pepsi Max-deildarinnar gerð upp og einnig rætt um Lengjudeildina. Sérstakur gestur þáttarins er Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Kórdrengja. Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Albert Brynjar fara yfir leikina og fréttir sem eru tengdar þeim. Víkingar sýndu magnaða frammistöðu gegn Val og opnuðu titilbaráttuna í Pepsi Max-deildinni upp á gátt. Breiðablik vann KA og getur farið á toppinn á morgun. Stjarnan vann fallbaráttuslag gegn Fylki á meðan HK gerði markalaust jafntefli í Breiðholti og Keflavík fékk skell gegn FH.