Hjörvar um Viaplay - Meistaradeildin, landsliðið og margt fleira
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Streymisveitan Viaplay er eitthvað sem margir Íslendingar hafa kynnst í vetur, flestir lesendur eflaust í kringum Meistaradeildina í fótbolta. Framundan er úrslitastund í Meistaradeildinni því á laugardagskvöld fer fram sjálfur úrslitaleikurinn. Þeir Hörður Magnússon og Heimir Hallgrímsson munu lýsa úrslitaleiknum frá Stade de France. Hjörvar Hafliðason er íþróttastjóri Viaplay og ræddi við Sæbjörn Steinke um Viaplay og það sem framundan er þar. Eftir úrslitaleikinn er komið að Þjóðadeildinni þar sem íslenska landsliðið spilar í B-deildinni. Leikir landsliðsins í júní verða í opinni dagskrá.