Heimavöllurinn: Leið Karólínu og Alexöndru frá Hafnarfirði til Þýskalands
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru gestir Heimavallarins. Þær eru aðeins tvítugar en eru báðar komnar í stórlið í þýsku úrvalsdeildinni. Þær ólust upp í FH og Haukum og voru báðar komnar snemma í stór hlutverk í sínum liðum. Árið 2018 tóku þær báðar stökkið yfir í Breiðablik, slógu í gegn og æfa núna á hverjum degi með þýskum landsliðsvélum í einni bestu deild heims. Við fórum meðal annars yfir fyrstu árin í meistaraflokki með FH og Haukum, yngri landsliðin, markmiðin, félagaskiptin yfir í Breiðablik og fyrsta árið í atvinnumennsku.