Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Á laugardag fer fram bikarúrslitaleikur KA og Víkings á Laugardalsvelli; annað árið í röð mætast liðin í úrslitaleiknum. Í tilefni af því var KA-maðurinn Haukur Heiðar Hauksson fenginn til að hita aðeins upp fyrir leikinn. Haukur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2021. Hann er uppalinn hjá KA, varð svo Íslands- og bikareistari með KR áður en hann tók skrefið út í atvinnumennsku og varð sænskur meistari með AIK. Stiklað er á stóru á ferli Hauks, í viðtalinu er rætt um Dean Martin, Alexander Isak, tilboð frá Leeds, EM 2016 og meiðslin sem settu strik í reikninginn.