Gústi Gylfa um ellefu ár af Bose mótinu - Stórleikur framundan

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Það eru núna ellefu ár síðan Bose-mótið var stofnað en mótið hefur verið fastur liður af undirbúningstímabilinu hér á Íslandi síðan. Fótboltaþjálfarinn Ágúst Gylfason á stóran þátt í mótinu en hann kom á skrifstofu Fótbolta.net í dag þar sem hann ræddi um stofnun mótsins og þróun þess. Framundan er stórleikur þar sem erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur eigast við í úrslitaleik. Leikurinn fer fram annað kvöld á Kópavogsvelli. Í seinni hluta þáttarins ræddi Gústi um viðskilnaðinn við Stjörnuna og sína framtíð. Umsjónarmaður þáttarins er Sæbjörn Steinke.