Enski boltinn - Vanhæfir í VAR-herberginu

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Það var nokkuð mikið rætt um dómaramistök í hlaðvarpinu Enski boltinn í dag. Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke fengu Magnús Val Böðvarsson til að fara yfir umferðina um liðna helgi. Maggi Bö, eins og hann er ávallt kallaður, er dómari, vallarstjóri og stuðningsmaður Crystal Palace. Stuðningsmenn Arsenal, Chelsea og Brighton geta verið ansi reiðir út í dómarastéttina eftir þessa umferð. Arsenal, sem er á toppnum, hefur verið leikið ansi grátt af dómurum á þessari leiktíð og verður líklega hugsað mikið um það hjá félaginu ef liðið verður ekki meistari.