Enski boltinn - Tvær umferðir og Meistaradeild
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Það er loksins komið að því, tvær síðustu umferðir í ensku úrvalsdeildinni gerðar upp og leikir vikunnar í Meistaradeildinni. Þeir Arnar Laufdal Arnarsson og Egill Sigfússon ræddu málin með Sæbirni Steinke. Þrír sigrar hjá Liverpool, þrír sigrar hjá Man City en ekki gekk eins vel hjá Man Utd og Tottenham. Þá var hringt í Þórodd Hjaltalín Jr. og hann spurður út í tvöfalda gula spjaldið á Gabriel Martinelli í leik Arsenal og Wolves. Laufið segir frá því þegar hann hitti Steve Sidwell, Vicente Guaita, Pedro Leon. Egill mætti þá á sínum tíma Mohamed Elyounoussi í Futsal - eðlilega. Þátturinn er í boði WhiteFox (fyrir 18 ára og eldri) og Domino's (fyrir alla).