Enski boltinn - Sálfræðihernaður, titilbaráttan og bless Stellini
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Útvarpsmaðurinn Orri Freyr Rúnarsson er gestur í Enski boltinn í dag en það er nóg að ræða að venju. Manchester United og Manchester City mætast í úrslitum enska bikarsins en undanúrslitin voru spiluð í gær. United hafði betur gegn Brighton í gær þar sem David de Gea og Wout Weghorst spiluðu stórt hlutverk í vítaspyrnukeppninni. Þá var einnig leikið í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem mikla athygli vakti að Newcastle vann 6-1 sigur á Tottenham. Búið er að reka Christian Stellini sem stýrði Spurs í þeim leik. Arsenal gerði þá óvænt jafntefli við Southampton en liðið er enn með þetta í sínum höndum í baráttunni við Manchester City. Bæði lið eru í raun með þetta í sínum höndum en þau eigast við á miðvikudag í stærsta leik tímabilsins til þessa. Þá er einnig aðeins rætt um Meistaradeildina og Hollywood-ævintrýri Wrexham.