Enski boltinn - Hvað er að hjá Liverpool og hvað gerir Boehly?
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Þeir Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke ræddu það helsta í enska boltanum í dag. Farið var yfir umferðina í síðustu viku og rætt um bikarhelgina.Það er bras á Liverpool, Chelsea og Everton þessa dagana og spilamennska liðanna voru til umræðu. Á Chelsea að láta Potter fara? Hvað er að hjá Liverpool og hefur Darwin Nunez valdið vonbrigðum? Er Rooney lausnin fyrir Everton?Þá var rætt um það helsta í slúðrinu: Hvaða sóknarmann tekur Man Utd? Nær Arsenal að landa Mudryk? Miðjumaður í Liverpool? Endar Enzo í Chelsea?