Enski boltinn - Ferðasaga og ansi langsóttur Íslandsvinur

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Það var farið yfir FA-bikarinn, ensku úrvalsdeildina og margt fleira í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag. Sæbjörn Þór Steinke er mættur aftur heim eftir glæsiferð til Englands. Hann sagði ferðasögu í þættinum þar sem hann og Guðmundur Aðalsteinn fóru yfir málin. Rætt var um úrslitin í FA-bikarnum í gær, þar á meðal óvæntan sigur Grimsby gegn Southampton. Markaskorari Grimsby, Gavan Holohan í leiknum hefur einnig spilað fyrir Hull en það eru bæjarnöfn sem eiga óneitanlega stóran sess í fiskveiðisögu Íslands. Ansi langsóttur Íslandsvinur. Þá var auðvitað rætt um leiki Manchester United og Liverpool sem voru spilaðir í gær.