Enski boltinn - Ekkert lið í heiminum hefði ráðið við City þarna

Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net

Catégories:

Gummi og Steinke hringdu til Svíþjóðar og heyrðu í Einari Guðnasyni, fyrrum aðstoðarþjálfara Víkings og miklum Arsenal stuðningsmanni. Hann gerði upp stórleikinn gegn Manchester City sem fór fram á miðvikudagskvöld. Einar segir að City sé best þjálfaða lið sem hann hefur séð en það er óhætt að segja að lærisveinar Pep Guardiola hafi farið allverulega í bílstjórasætið um enska meistaratitilinn með sigrinum gegn Arsenal í stórleiknum. Yfirburðir Man City voru gríðarlegir í leiknum en þeir eru ansi líklegir til að taka þrennuna. Einnig var farið aðra leiki vikunnar í enska boltanum.