Enski boltinn - Annað þrennulið sögunnar
Fotbolti.net - Un podcast de Fotbolti.net
Catégories:
Manchester City tryggði sér þrennuna síðastliðið laugardagskvöld með því að leggja Inter frá Ítalíu að velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. City er núna handhafi ensku úrvalsdeildarinnar, enska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu. Magnús Ingvason og Tómas Hallgrímsson, stuðningsmenn Manchester City, komu við í Thule stúdíóinu í dag og fóru yfir úrslitaleikinn gegn Inter og tímabilið í heild sinni. City er annað enska liðið í sögunni sem vinnur þrennuna en nágrannar þeirra í Manchester United unnu hans fyrst árið 1999. Þetta er lokaþáttur tímabilsins af Enski boltinn hlaðvarpinu en við stefnum á að byrja aftur stuttu áður en næsta tímabil hefst.