Norska fordæmið: Er hægt að banna starfsmannaleigur á Íslandi?
Þetta helst - Un podcast de RÚV
Catégories:
Ellefu starfsmannaleigur í Noregi hafa stefnt norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna þess að þrjú sveitarfélög þar í landi bönnuðu starfsemi þeirra. Málið er fordæmisgefandi fyrir önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), meðal annars Ísland. Þessi málaferli eru í þættinum sett í samhengi við mikla umræðu sem var um starfsmannaleigur hér í landi í lok september og byrjun október. Sú umræða kom í kjölfar þess að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um aðbúnað manna frá Austur-Evrópu, aðallega Letta, sem vinna hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Rætt er við Halldór Oddsson, sviðsstjóra lögfræði- og vinnumarkaðssviðs hjá Alþýðusambandi um þetta fordæmi frá Noregi. Hann telur líklegt að norska ríkið verði gert afturreka með bannið. En hvað er þá hægt að gera á Íslandi til að bregðast við slæmri meðferð sumra starfsmannaleiga á erlendu vinnuafli? Halldór ræðir þetta líka. Í þættinum í dag verður fjallað um starfsmannaleigur á Íslandi og hvort hægt sé að banna þær með lagsetningu.