Markaðsherferð Samherja með þorskhnakka á Íslandi
Þetta helst - Un podcast de RÚV
Catégories:
Ný markaðsherferð útgerðarrisans Samherja með þorskhnakka í neytendaumbúðum hefur vakið athygli. Auglýsingar Samherja, sem bera yfirskriftina Besti bitinn, hafa verið birtar á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Rætt er við Lóu Báru Magnúsdóttur um herferðina þar sem hún hefur mikla reynslu af vinnu í markaðsstarfi og vörumerkjastjórnun. Þessar auglýsingar Samherja eru meðal annars áhugaverðar vegna þess að ekki er algengt að útgerðarfélög markaðssetji fisk undir eigin nafni á innanlandsmarkaði á Íslandi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
