"Að hunsa tilfinningar sínar er eins og að slá með orfi og ljá árið 2023"

Brestur - Un podcast de Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

Catégories:

Brot úr áskriftarviðtali við Kristínu Bragadóttur sálfræðing og uppgjörsþætti mánaðarins. Kristín er sálfræðingur með yfir 20 ára reynslu. Hún sérhæfir sig í áfallameðferðum og er í dag sjálfstætt starfandi hjá Hugarsetri, en hún er einnig menntaður grunnskólakennari, hefur starfað sem skólasálfræðingur og á geðdeild í Noregi. Hún er með ADHD sem og allir hennar afkomendur, þar á meðal dóttir hennar Birna. Í þættinum ræðir Kristín um algengar birtingamyndir hjá konum sem greinast með ADHD á fullorðinsaldri, ferlið að læra að greina eigin tilfinningar og hvað hún lærði sjálf á því þegar dóttir hennar fékk ADHD greiningu. Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á ⁠⁠⁠⁠www.patreon.com/brestur