20. Ólíkir heilar, ólíkar ADHD týpur

Brestur - Un podcast de Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

Catégories:

Við undirbúning fyrir upptökur á 20. þætti Brests komst Birna nokkuð langt með að næla sér í doktorsgráðu í taugavísindum, enda dugar ekkert minna þegar konur ætla að komast að því hvað það er í raun sem veldur ADHD í heilum þessa útvalda og stórskemmtilega fólks. Spoiler alert: það er margt! Allskonar og mismiklar raskanir innan mismunandi heilastöðva, sem útskýrir ólíkar birtingamyndir og týpur af ADHD. Vinkonurnar (sem eru alls ekki læknar né annarskonar heilbrigðisstarfsfólk) rýndu að þessu sinni í skilgreininguna á ADHD og hinar ýmsu kenningar um mögulega undirflokka. Þær skoðuðu hvort örvandi lyf henti fyrir allar tegundir ADHD og af hverju lyf séu oft einu tólin sem einstaklingum er boðið við greiningu. ADHD ráð vikunnar er einnig á sínum stað og ýmislegt annað út fyrir efnið. Þátturinn er í boði ⁠⁠Blush⁠⁠ og ⁠⁠NOW⁠⁠ - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur' Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins: ⁠Brestur á Instagram⁠ ⁠Spjallið umræðuhópur⁠ ⁠Brestur á Facebook