#63 Horror með Óla og Mána

Bíóblaður - Un podcast de Hafsteinn Sæmundsson

Podcast artwork

Kvikmyndagerðarmaðurinn Óli Bjarki og kvikmyndaáhugamaðurinn Máni Freyr kíktu til Hafsteins og ræddu við hann um alls kyns hrollvekjur. Óli og Máni hafa undanfarna mánuði sökkt sér í hryllingsmyndir og Hafsteini fannst því mjög spennandi að ræða við þá.   Í þættinum ræða þeir meðal annars af hverju Mike Flanagan er svona góður í að gera hrylling, hvernig vampíruhryllingur hefur þróast síðan Bram Stoker skrifaði bókina sína, hvernig er best að gera góð "jumpscares", hvort strákarnir trúi á alvöru drauga og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus.