Frosti Sigurjónsson er á réttum stað

ALLTAF Í RÖNGUM BRANSA - Un podcast de Jon Axel Olafsson

Catégories:

Frosti Sigurjónsson er í réttum bransa.  Hann hefur verið virkur þátttakandi í viðskiptalífinu í fjölda ára og á að baki störf og verkefni sem marga dreymir um.  Hann snerti líka á pólitík og fór á þing fyrir Framsóknarflokkinn eftir hrun. Hann barðist fyrir sjálfstæðinu með Advice hópnum þegar Ísland stefndi í Evrópusambandið og sigurinn var þeirra.  Íslendingar höfnuðu inngöngu. Í þessu spjalli okkar Frosta segir hann okkur frá þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag, hugsjónum sínum og áhugamálum.  Hann er hamingjusamur og rólegur og á góðum stað í lífinu. Hann er alfarið á móti því að við seljum banka og telur að þjóðarsjóður sé mistök. Frosti Sigurjónsson ófeiminn við að segja sína skoðun á hlutunum.