Ingvar Valgeirs
AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! - Un podcast de Hlynur Ben
Catégories:
Ingvar Valgeirsson er einn af þessum einstaklingum sem virðist þekkja alla og allir virðast þekkja hann. Allavega það fólk sem kemur að tónlist að einn eða annan hátt.Í hartnær 30 ár hefur hann skemmt fólki á böllum, í veislum og á öldurhúsum landsins. Þess á milli selur hann öllum og ömmum þeirra hljóðfæri í Rín / Hljóð X. Nýlega byrjaði Ingvar að læða frá sér frumsömdu efni, bæði undir eigin formerkjum og með hljómsveitinni Swizz, og hafa lögin hans hljómað þó nokkuð á öldum ljósvakans undanfarið. Ég heimsótti hann í búðina, eftir lokun, þar sem við ræddum um lífið og tónlistina. Við heyrum hvernig hann byrjaði ferilinn í KFUM og samdi íslenska texta með trúarlegu ívafi við lög hljómsveitarinnar The Cars, fór á einn túr á togara til að eiga fyrir hljóðkerfi til að auka líkurnar á að vera ráðinn í band, breytti rólegum matsölustað í rokkbúllu, móðgaði Bruce Dickinson söngvara Iron Maiden, vingaðist við Russel Crowe, djammaði með Emmu Watson án þess að þekkja hana og pissaði næstum því á sig við hliðina á Ian Gillan úr Deep Purple. Ingvar segir okkur einnig frá því þegar hann gekk um Akureyri og safnaði tónlist á hljóðsnældu, reyndi að henda sjónvarpi út um glugga með Skítamóral, fór á rakarastofuna sem The Beatles sungu um í laginu Penny Lane, varð heltekinn af Gary Numan, spilaði lengi með Önnu Vilhjálms, hvað þú átt að gera þegar þig langar í óskalag og hvernig það er að vinna í hljóðfæraverslun. Þetta og svo margt, margt, margt fleira í fjórða þættinum af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/15JbTPbteqDYzHizpjQr6x?si=C045OdxiR-m0laJt3zhLnQ www.hlynurben.net