8. Víðir Ragnarsson - Orkuveita Reykjavíkur

Á mannauðsmáli - Un podcast de Á mannauðsmáli

Catégories:

Víðir starfar sem sérfræðingur á mannauðssviði hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Víðir er sannkallaður talna- og greiningagúru og er með allt á hreinu þegar kemur að kynjagreiningum, greiningum á launamyndun, veikindagreiningum og síðast en ekki síst greiningu á ástæðum starfsloka. Það getur nefnilega reynst svo gagnlegt að hafa tölur fyrir framan sig sem segja til um stöðuna og vinna síðan út frá því. Fyrir áhugasama þá verður Víðir einmitt með erindi um þessi mál á Mannauðsdeginum sem verður haldinn í Hörpu þann 4. október n.k (2019). Hægt er að kaupa miða á viðburðinn á www.mannaudsfolk.is.