16. Guðrún Snorradóttir - Stjórnendamarkþjálfi

Á mannauðsmáli - Un podcast de Á mannauðsmáli

Catégories:

Gestur þáttarins er Guðrún Snorradóttir. Hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi og er nýbúin að opna eigin heimasíðu sem heitir gudrunsnorra.com. Spjallið okkar Guðrúnar einkenndist af því hverjir eru styrkleikar stjórnenda, hvernig mannlegi þátturinn er grundvöllur í árangri þeirra og hvernig kynslóðabilið getur haft áhrif á aðferðir stjórnenda til þess að ná árangri með sína starfsmenn. Svo töluðum við um hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar störf, teymisvinnu og aðrar mannauðstengdar áherslur sem eru að ryðja sér til rúms í dag. Þátturinn er í boði 50skills og Origo.