#7 Hormónauppbótameðferð - Halldóra Skúla og Kiddý: "Ég fann sjálfa mig aftur!"

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Un podcast de Podcaststöðin

Í þessum þætti heyrum við reynslu tveggja kvenna af því að nota hormónauppbótameðferð til þess að takast á við breytingaskeiðið. Halldóra er mörgum konum kunnug, en hún heldur úti bæði heimasíðunni og instagraminu Kvennaráð þar sem er að finna allskonar fróðleik og reynsla af og um breytingaskeið kvenna. Markmið hennar er að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu sem fylgt hefur þessu skeiði í áratugi! Kiddý er kona sem talar opinskátt um reynslu sína af því að uppgötva að hún væri komin á breytingaskeiðið. Hún hélt að hún væri aftur að sigla inn í kulnunin, læknir vildi gefa henni þunglyndis- og kvíðalyf og var jafnvel að velta upp mögulegri gigt. Eftir að hafa lesið grein um breytingskeiðið opnuðust hins vegar augu hennar og í dag hefur hún fengið sjálfa sig tilbaka og hefur orku til að takast á við verkefni hvers dags.