#5 Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir: "Breytingaskeiðið er tími tækifæranna"

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Un podcast de Podcaststöðin

Kristbjörg er yogakennari og blómadropaþerapisti. Hún notaði jurtir þegar hún var á breytingaskeiðið, sauð Maríustakk og setti Hljólkrónu út í. Þá hannaði hún blómadropablöndu fyrir breytingaskeiðið, með Vallhumri og öðrum jurtum, en blómadropar eru jurtir fyrir tilfinningar og hugann.  “Breytingaskeiðið getur boðið upp á ákveðið andlegt frelsi, andlega vöknun, ef að við erum tilbúnar til að gera það sem þarf”, segir Kristbjörg.  Jurtirnar sem Kristbjörg talar um og mælir með í þættinum úr íslenskri náttúru eru Vallhumall, Maríustakkur og Klóeltingur. Yogaæfingarnar sem hún talar um í þættinum eru hryggvinda, boginn og bakteygja.