#25 Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur
Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Un podcast de Podcaststöðin
Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum að sjálfsögðu allskonar og þar á meðal breytingaskeiðið, mataræði og jurtir sem geta hjálpað konum að takast á við breytingar. Ásdís vissi ung að árum að hún ætlaði að verða grasalæknir og útskrifaðist sem slíkur 2005, sem þýðir að hún hefur unnið með fólki (mest konum) að því að bæta heilsu sína og lífsstíl í 18 ár! Markmið hennar er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum og notkun lækningajurta og vinna markvisst í átt að bættri heilsu og orku til frambúðar. Arctic root, Burnirót eða Rhodiola rosea á sér langa sögu sem lækningajurt en hún hefur um aldir verið notuð til að auka orku og efla einbeitingu.Hún er besti vinur margra námsmanna sem taka hana á álagstímum eins og yfir prófatörn. Jurtin getur hjálpað þér að halda einbeitingu, muna betur og mörgum finnst hún meira að segja draga úr prófkvíða. Ashwaganda styður líkamann við að halda kortisóli í jafnvægi og hjálpar okkur að aðlagast og höndla streituvaldandi aðstæður betur. Ég mæli með að kíkja á heimasíðu Ásdísar og glöggva sig betur á hvernig megi stuðla að bættum lífsstíl og góðum venjum sem stuðla að orku og gleði í hversdagsleikanum.