#17 Sirrý og Rakel (Venja): “Konur eru bara hormónal og við eigum að fagna því!”
Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Un podcast de Podcaststöðin
Í þessum þætti spjalla ég við þær Sirrý Svöludóttir og Rakel Guðmundsdóttir en þær eru konurnar á bakvið Venja, bætiefnalína fyrir konur á mismunandi lífsskeiðum. Sirrý er markaðsmanneskja sem er með ástríðu fyrir að hjálpa fólki að gera upplýst kaup og Rakel er rekstarmanneskja sem áttaði sig snemma á að bætiefnaflokkurinn væri það flókin að næstum ógerlegt væri fyrir fólk að gera upplýst kaup án aðstoðar. Þær áttu ekki von á að þær myndu fara í að þróa bætiefnalínu, enda gerðu þær ráð fyrir að nóg væri til af bætiefnum. En fljótlega kom í ljós að meirihluti bætiefna sem eru á markaðnum eru þróuð út frá þörfum karla en markaðsset fyrir allt fólk. Þörfin fyrir bætiefni sérstaklega ætlað konum á mismunandi lífsskeiðum var því augljós að þeirra mati og þær urðu bara að stíga inn í það verkefni. Ástríða þeirra er að hjálpa konum að nærast með réttum hætti, hvorki með of miklum eða of litlum bætiefnum, heldur akkúrta það sem konur þurfa á hverju lífsskeiði. Heimasíða þeirra er https://venja.is