#8. Mismunandi andlit streitu - Streita, kulnun og andleg heilsa með Snædísi Evu Sigurðar

360 Heilsa - Un podcast de Rafn Franklin Johnson

Stress eða streita á ekki bara við um stress vegna vinnu eða skóla. Streitan kemur að okkur úr öllum áttum og því skiptir máli að auka meðvitund á því hvernig mismunandi andlit streitu líta út og mynda sér þaðan streitustjórnunar aðferðir til að halda kerfinu í jafnvægi.  Í þessum þætti spjalla ég við Snædísi Evu Sigurðardóttir sem er menntaður sálfræðingur, með streitu og kulnun sem sérsvið.  Snædís starfar í Heilsuborg og segir að yfir 50% af hennar skjólstæðingum séu að kljást við streitutengd vandamál.  Í þættinum ræðum við um allt það helsta sem tengist streitu og Snædís kemur með ansi áhugaverða vinkla varðandi málefnið!